Færsluflokkur: Fjármál

Erfast skuldir ???

erfast-skuldir2.jpg

Ég hef heyrt mikið í kringum mig að fólk hafi áhyggjur á því skuldir erfist til barnanna og að fólk óttist að erfa skuldir foreldra. Þar sem að ég hafði ekki hugmynd um hvort að skuldir erfist ákvað ég því að fræðast sjálfur um það og að deila niðurstöðum mínum á blogginu mínu.

 

Ég skoðaði erfðalögin (8/1962) og kemur þar fram að heimilt sé að afsala sér arftökurétti sem þýðir einfaldlega að hægt er sé að ráða því hvort tekið sé við arfinu eða ekki.

 

Ég ákvað einnig að reyna að leita á netinu af meiri upplýsingum um það hvort skuldir erfast og notaði til þess google.com. Ég endaði inná vefsíðu Vísindavefsins þar sem ég rakst á spurninguna "Erfast skuldir frá foreldrum ? " og fyrir neðan spurninguna var svarið sem ég var að leita að og birti ég hér á eftir brot úr svarinu, einnig er hægt að ýta hér til sjá allt svarið "Nei, aðeins réttindi erfast við andlát, þannig að ekkert er að óttast ef foreldrar manns eru stórskuldugir. Skuldir eru ekki réttindi skuldara og ganga því ekki sem arfur til erfingja hins látna við andlát."

 

Niðurstaðan mín er því að skuldir erfast ekki og þarf fólk því ekki að óttast að fá skuldir frá foreldrum nema að aðili hafi verið ábyrgðamaður fyrir einhverri skuld hjá þeim.

 

En svona er bara mín skoðun staðreyndin :D 


Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki kvetja til skjalafölsunnar að mér finnst.....

 

dees-fed-reserve-bank-spider.jpg

 

Ég ætla að byrja á að segja að ég er ekki hluti af þessu fólki sem tók gengistrygglán og veit ekki um neinn sem tók slík lán. Þessi skoðun mín er vegna þess að mér finnst að sem þegna Íslands á að fara með mig og aðra eins og manneskjur.

 

Ég sá í sjónvarpinu að fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands höfðu hvatt lánastofnanir til að setja lánin á lægstu núgildandi vexti.
Samkvæmt úrskurði Hæstaréttar þá varð gengistryggingin ógild vegna lagabrota þannig að samningurinn sem fólk gerði á sínum tíma finnst mér annaðhvort vera feldur eða að samningurinn standi fyrir utan að gengistryggingin er feld út.

 

Ef samningurinn stendur samkvæmt þessu þá finnst mér að lánastofnanir getir ekki breytt vöxtum eftir hentugleika, því að samningur var undirritaður af lántaka og lánveitanda, breyting á samningnum eftir á hlýtur að teljast sem skjalafölsun því það hljóta að vera sömu lög fyrir almúgann og lánastofnanir. 

 

En ef samningurinn er fallinn eins og mér sjálfum finnst hann vera þá þarf að semja aftur. Þegar ég segi semja aftur þá er ég að meina að gera aftur samning sem báðir aðilar skrifa undir sem mér finnst líklegt að skili ekki neinni niðurstöðu. En það segir ekki að lánastofnanir geti bara ákveðið eftir sínum hentugleika hvernig samningurinn eigi að hljóma og þurfi ekki undirskrift lántakandans það hljómar eins og lánastofnanir væru farnir að taka upp aðferðir undirheimana. 

 

Ég held að best í stöðunni sé að láta dómstóla skera úr um þetta sem mér skilst að sé á leiðinni og á meðan verði vextir eins og samningurinn segir til um. Ég held líka að lánin eiga að standa í upprunnalegum höfuðstól plús samningsvöxtum frá deginum sem lánið var tekið til dagsins í dag, því að fólk tók lán og skuldar þann pening. Það má ekki gleyma að lántakandinn er ekki sakamaðurinn í þessu máli heldur lánastofnanir.

 

Mig langar til að bæta smá inní og finnst mér það nauðsynlegt vegna viðhorfs fólks sem ég hef verið að tala við, mér finnst að þeir sem eru í lánaveseni verði að passa það að hugsa ekki bara um sinn eigin sitjanda (var ekki viss hvort það megi nota hitt orðið;) ) því í þjóðfélaginu er fullt af fólki sem hélt aftur afsér á góðæristímum og verður líka að vera réttlæti gagnvart þeim. Ég heyrði líka í dag að lánastofnanir höfðu vitað um lagabrotið ef það er rétt finnst mér það kallast brotavilji hjá fólkinu sem vissi það en gerðu ekkert í því og ætti það að fá refsingu fyrir að hafa brotið lög og vitað af því en haldið samt áfram því það fólk gat sagt frá því.

 

En svona er bara mín skoðun :D


mbl.is Miða við lægstu vexti á hverjum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstæðir foreldrar vs Helgar foreldrum



Í gegnum árinn hef ég séð margar fréttir þar sem talað er um hvað einstæða móðurinn hefði það slæmt og þær væru nánast gjaldþrota, eins hef ég reyndar séð eina frétt þar sem talað var við helgar pabba. Það var fyrir nokkru að ég fór að spá í þessu að alvöru þegar ég mætti í eina veislu þar sem útí horni voru einstæðar mæður og helgar pabbar að rífast um það hverjir hefðu það betur í lífinu, ekki held ég að þau hafi komist að niðurstöðu en ég ákvað að reyna komast að því hverjir hafi það betra í raun og notast bara við upplýsingar sem væru öruggarheimilidir. Þær heimildir sem ég notaði eru frá ýmsum stöðum og þær eru :

  • RSK (heimasíða og símaupplýsingar)
  • Félagsmálaráðuneytinu (heimasíða og símaupplýsingar)
  • Innheimtustofnun sveitafélagana (símaupplýsingar)
  • Tryggingarstofnun (Heimasíða og símaupplýsingar)

 

Meðlag samkvæmt heimasíðu Tryggingastofnunar þann 03/02/2010, greiðir meðlagsgreiðandi að lágmarki 21.657 kr á mánuði fyrir 1 barn og getur það verið hærra ef tekjur meðlagsgreiðanda eru háar, meðlags þyggjandi fær svo greitt 21.657 kr og greiðir ekkert afþví til skatts þar sem meðlagsgreiðslur eru ekki skattskyldar né tekjutengdar. Þar sem meðlagsgreiðslan er helmingur af framfærslu barns má segja að meðlagsþyggjandi leggur til sömuupphæð þar að segja 21.657 kr og verður þá framfærslu upphæðin samtals 43.314 kr á hvert barn hvern mánuð.

 

Barnabætur fyrir Meðlags þyggjanda eru svokalllaðar fullar barnabætur sem eru mismunandi eftir fjölda og aldur barna og tekjum einstæðsforeldris samkvæmt heimasíðu RSK þann 03/02/2010 er greitt:

  • 253.716 kr fyrir fyrsta barn
  • 260.262 kr fyrir börn umfram fyrsta barn
  • Börn undir 7ára aldri er greitt aukalega 61.191 kr og er sú upphæð ekki tekjutengd.

Hjá einstæðu foreldri sem hefur tekjur hærri en 1.800.000 kr skerðast barnabætur um:

  • 2% ef það er eitt barn
  • 5% ef börn eru tvö 
  • 7% ef börn eru þrjú eða fleirri

Við þetta er að bæta að af barnabótum er ekki greiddur skattur og að barnabætur eru greiddar út 6mánaða fresti. Þessar upplýsingar eiga bara við einstætt foreldri ekki sambúðarfólk og getið þið séð allar upplýsingarnar á síðu RSK.

 

Húsaleigubætur hafa það markmið að aðstoða tekjulága leigjendur. Samkvæmt bæklingi frá Félagsmálaráðuneyti þann 16/02/2010 fékk ég þær upplýsingar sem hér er að neðan.

  • Grunnfjárhæð 13.500 kr
  • Viðbætur vegna fyrsta barns 14.000 kr
  • Viðbætur vegna annars barns 8.500 kr
  • Viðbætur vegna þriðja barns og fleirri 5.500 kr

Við þetta má bæta að húsaleigbætur eru tekjutengdar og reiknast þá 1% af árstekjum umfram 2 milljónir, börn þurfa að hafa lögheimili á viðkomandi stað til að fá viðbóta húsaleigubætur. Og að lokum húsaleigubætur eru skattfrjálsar.

 

Útreikningar er eitt að því sem nauðsynlegt er að hafa til að sjá skýrar munin á einstæðum foreldri og helgar foreldri. Það var ekki létt að setja upp samgjarnt dæmi en held að þetta sé eins samgjarnt og hægt er, ég bjó til tvö dæmi og er annað um einstæða og helgar foreldra með eitt barn en hitt með þrjú börn ekkert undir 7ára. Barnabætur eru greiddar út á 6 mánaða fresti, ég deili því á hvern mánuð því þannig lít ég á að þær séu hugsaðar. 

 

 

DÆMI 1

 Hérna eru tölur hjá einstæðuforeldri og helgarforeldri sem ég ætla að notast við.

 Árstekjur3.500.000 kr. 
 Fjöldi barna undir 7ára aldri0 stk 
 Fjöldi barna alls1 stk 
 Eignir að frádregnum skuldum 0 kr. 
 Leiguupphæð 100.000 kr. 


 

BarnabæturEinstæður
Foreldri

Helgar
Foreldri 

 Skerðing miðavið laun (ár)34.000 kr. 
 0 kr. 
 Barnabætur óskertar  (ár) 253.716 kr. 
 0 kr. 
 Barnabætur með skerðingu  (ár)219.716 kr. 
 0 kr. 
 Viðbótastyrkur börn undir 7ára0 kr. 
 0 kr. 
 Barnabætur 6mán fresti 109.858 kr. 
 0 kr. 
 Barnabætur á hvern mánuð18.310 kr. 
 0 kr.


 Meðlag

Einstæður
Foreldri

Helgar
Foreldri
 Meðlags útborgun á mánuði  21.657 kr. 
0 kr. 
 Meðlög til greiðslu á mánuði 0 kr. 
 21.657 kr. 
 Meðlag á mánuði 21.657 kr. 
-21.657 kr. 

 

LaunEinstæður
Foreldri
Helgar
Foreldri
 Laun á mánuði 291.666 kr. 
291.666 kr. 
 Laun með tekjuskatt (40,12%), lífeyrisj. ofl. (6%)
164.171 kr. 
164.171 kr. 

 

  Einstæður
Foreldri
Helgar
Foreldri
 Barnabætur, Meðlög og mánaðarlaun204.138 kr. 
 142.514 kr. 

 

 

Húsaleigubætur Einstæður
foreldri
 Helgar
foreldri
 Húsaleigubætur17.000 kr. 
 3.000 kr. 
 Leiguupphæð með húsaleigubótum83.000 kr. 
97.000 kr. 

 

  Einstæður
Foreldri
Helgar
foreldri
 Samtals tekjur eftir leigukostnað121.138 kr. 
45.514 kr. 
 

 

 

DÆMI 2

 Hérna eru tölur hjá einstæðuforeldri og helgarforeldri sem ég ætla að notast við.

 Árstekjur3.500.000 kr. 
 Fjöldi barna undir 7ára aldri0 stk 
 Fjöldi barna alls3 stk 
 Eignir að frádregnum skuldum 0 kr. 
 Leiguupphæð 100.000 kr. 

 

 
BarnabæturEinstæður
Foreldri

Helgar
Foreldri 

 Skerðing miðavið laun (ár)119.000 kr. 
 0 kr. 
 Barnabætur óskertar  (ár) 774.240 kr. 
 0 kr. 
 Barnabætur með skerðingu  (ár)655.240 kr. 
 0 kr. 
 Viðbótastyrkur börn undir 7ára0 kr. 
 0 kr. 
 Barnabætur 6mán fresti 327.620 kr. 
 0 kr. 
 Barnabætur á hvern mánuð54.603 kr. 
 0 kr. 

 

 Meðlag

Einstæður
Foreldri

Helgar
Foreldri
 Meðlags útborgun á mánuði  64.971 kr. 
0 kr. 
 Meðlög til greiðslu á mánuði 0 kr. 
 64.971 kr. 
 Meðlag á mánuði 64.971 kr. 
-64.971 kr. 

 

LaunEinstæður
Foreldri
Helgar
Foreldri
 Laun á mánuði 291.666 kr. 
291.666 kr. 
 Laun með tekjuskatt (40,12%), lífeyrisj. ofl. (6%)
164.171 kr. 
164.171 kr. 

 

  Einstæður
Foreldri
Helgar
Foreldri
 Barnabætur, Meðlög og mánaðarlaun283.745 kr. 
 99.200 kr. 

  

 

Húsaleigubætur Einstæður
foreldri
 Helgar
foreldri
 Húsaleigubætur31.000 kr. 
 3.000 kr. 
 Leiguupphæð með húsaleigubótum69.000 kr. 
97.000 kr. 

 

  Einstæður
Foreldri
Helgar
foreldri
 Samtals tekjur eftir leigukostnað214.745 kr. 
2.200 kr.

 

 

Niðurstaðan er sú samkvæmt því að meðlagsgreiðsla frá helgarforeldri plús sambærilegri upphæð og meðlagsgreiðslan er frá einstæðaforeldrinu (því meðlag er hugsað sem 50% af uppi haldi á barni því hlýtur hin 50% að koma frá einstæða foreldrinu) plús barnabætur "mánaðarlega" gera í öllum dæmum sem ég hef sett upp og er það fleirri en sjást hér en það gera í kringum 61þús kr. á barn.

 

Ég vil bæta því við að dæmi hérna fyrir ofan sýna aðeins það sem ríkið hefur fram að færa, því sveitafélögin eru með full af fríðindum eins og námsstyrkir, viðbótar húsaleigubætur ofl sem ætlað er fyrir einstætt foreldri hef ekkert ennþá séð fríðindi fyrir helgar foreldra.

 

Nr 1 2 3 mín skoðun er sú að greinilega sést að helgar foreldrið hefur talsvert minni pening milli handanna til að sjá fyrir sér út mánuðinn og fyrir barni eða börnum aðra hverja helgi, og sumstaðar er einnig mánuður eða meira yfir sumarið og reiknast þá meðlagsgreiðslur ekki frá. Þetta fer svo hríð versnandi eftir fjölda barna, og vil ég bæta því við að þær sögursagnir sem mikið er vitnað í að meðlagsgreiðandi greiði mest fyrir 3 börn er ekki staðreynd og hef ég þær heimildir frá Innheimtustofnun sveitafélagana símleiðis. Þau fríðindi sem meðlagsgreiðandi hefur er að hann getur samið um frestun á greiðslum sem safna upp dráttarvöxtum sem gerir það að hann þarf að borga meira. Ég verð nú að segja að helgarforeldrið hefur greinilega verið sópað undir teppið, líklegast vegna þess að lítið heyrist frá þeim en einstæða foreldrið sem hefur börnin hjá sér hafa ýmis sterk samtök til styðja sína baráttu. Ég veit reyndar að þarna úti er samtök sem eiga að berjast fyrir helgarforeldrum en er greinilega ekki að standa sig eða eru ekki nógu sterk eins og td. femínista sem berjast fyrir einstæðum mæðrum.

 

Að lokum langar mér að hvetja stjórnmálamenn, fréttamenn, fólkið í landinu og alla sem geta hendinni lyft til að koma þessari umræðu undan teppinu og taka á henni, því þetta er fólk sem mér finnst að verið sé að stíga á með skítugum skónum. Ég vil einnig benda á að mér finnst ekki að það eigi að draga úr aðstoð við einstætt foreldri til að aðstoða helgarforeldri. Ég veit svosem ekki lausnina á þessu máli en mér finnst rosalega slæmt ástand þegar helgarforeldri þurfa jafnvel að neita að taka börnin sín vegna fjárhagsvandræða.

 

En svona er nú bara mín skoðun :D


Skuldir heimila og fyrirtækja!! nr123 mín skoðun !!!

Ég var að tala við einn gamlan kunningja um daginn sem er allt gott og blessað með það, nema samræðurnar okkar enduðu í því að hann fór að tala um skuldir sínar og þar sem ég er ekki einn af þeim sem er með þessar ofurskuldir, þá fékk ég ákveðin fræðslu pakka frá honum um hvernig bankarnir haga sér. Mér langaði að tala um eitt af mjög mörgum hlutum sem hann sagði mér frá og segja mína skoðun á því auðvitað í framhaldi. 

Þetta var eitt sem að fékk mig til að hugsa hversu mikið rugla þetta er orðið, hvað bankarnir eru farnir að henda sínum mistökum yfir á fólk. Kunningi minn sem við skulum kalla Jón sagði mér að skulda staðan hans væri komin yfir 100 milljónir og hann er með veð í húsinu sínu uppá einhverja upphæð sem ég veit ekki hver er en veit þó að það er bara einhver brot af virði hússins, skulum segja að það sé 50%. Um daginn hringir bankinn í hann Jón og segir að þar sem skuldir hans séu orðnar hærri en veðið í húsinu, þá verði hann að koma við uppí banka og setja hinn 50% í veð uppí lánið, hann sagði þeim auðvitað bara að það myndi hann ekki gera (þar sem ég verð að gæta orða minna hérna varð ég að ritskoða hvað hann virkilega sagði).

Þetta var eitthvað sem var eitt af því sem að sjokkeraði mig pínu lítið og fór ég að hugsa hvort fleiri fái svona símtöl og ef það er einhver sem er að lesa þetta hér mæli ég með að þið segið NEI!!!. Ég veit ekki hversu margir áhrifa menn er að lesa bloggið mitt og hvort það hafi einhverja áhrif á þá en ég hef ákveðnar skoðanir um þetta mál sem ég ætla auðvitað að segja frá en vona samt að þetta hafi einhver áhrif.

Mér finnst í fyrsta lagi að þegar bankar lána fé til fólks sé það eingöngu út af því að bankinn er að fjárfesta peningunum sínum og gera meira úr þeim, en ekki til að gera góðverk til að vera öruggir inní himnaríki, og það er bara þannig að þegar þú eyðir í fjárfestingu þá geturðu aldrei verið viss um að það skili gróða, og má jafnvel eiga von á að fjárfestingin skili tapi. Í þessu tilfelli þar sem skuldir eru farnar yfir veð sem var sett fyrir lánið og skuldarinn á leið í gjaldþrot, þá finnst mér það vera tap á fjárfestingu og bankarnir verða bara sætta sig við það en ekki ráðast á saklaust fólk og nýta sér stöðu sína með að kúga fólk.

Ég hef verið að heyra það alltaf meira og meira að fólk sé í þessari stöðu vegna þess að það kom sér í það sjálfir, og ég er vissulega sammála því að Jón sem við töluðum um áðan er skuldugur afþví að hann tók lán en lánin hans eru komin langt umfram greiðslugetu hans og langt útfyrir veðið sem hann er með á láninu, og finnst mér það sé frekar hægt að segja að Jón og bankinn komu sér í þessa stöðu. Ég lít svo á að bankinn tók áhættu með að lána Jóni og því beri þeir líka ábyrgð í málinu. Ég get ekki annað en hugsað um þetta mál eins og með icesave þar eru Bretar í stöðu bankanna, þeir neita að viðkenna að þeir séu líka ábyrgir. 

Þá er það hvað mér finnst að eigi að gerast í svona málum þar sem lán er komið langt yfir veðið og greiðslugetu. Það sem best er í stöðunni er að fella niður lánin þannig að þau enda í sömu upphæð og veðið er virði. Ég held að það sé besta í stöðunni fyrir báða aðila, þar sem höfuðstóllinn hefur lækkað þá hefur afborgunnin lækkað og skuldarinn getur farið að borga aftur og þá fara peningar að streyma inn hjá bönkunum því jú það er nauðsynlegt líka, því jú í núverandi stöðu endar þetta með því að fólk hættir að borga þegar það sér ekki fyrir endann á láninu og jafnvel hefur það bara ekki efni á því að borga af láninu. Þegar fólk hættir að borga fær bankinn engan pening og hann fer á hausinn, ekki má gleyma því að nýju bankarnir fengu öll þessi lán á að mig minnir 20% afföllum, en þetta verður samt til þess að það verður tap á rekstri bankanna en samt held ég að þetta sé samgjörn niðurstaða. Þessi lánafjárfesting bankana var einfaldlega léleg fjárfesting og þeir eru búnir að tapa á henni.

Ég vil að lokum hvetja fólk til að skrifa athugasemdir ef það hefur eitthvað til málana að leggja hvort sem það er á móti eða með því sem ég segi.

Enn svona er bara mín skoðun :D 

 


Um bloggið

Nr 123 mín skoðun

Höfundur

Sigurður Sigurðsson
Sigurður Sigurðsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband