Færsluflokkur: Menning og listir

Listamannalaun

 

List

 

Af tilviljun rakst ég á gamla hljóðskrá inná tölvunni minni sem ég ætlaði alltaf að blogga um og er það brot úr ísland í bítið þegar Þráinn Bertelsson segir að 5% þjóðarinnar séu fávitar vegna þess þeir vilja hætta með listamannalaun. Ég ákvað því að skoða allt um listamannalaun, betra seint en aldrei. Ég fann mér heimildir á veraldarvefnum  "www.listamannalaun.is" og á vef alþingis "www.althingi.is"

 

Samkvæmt 1 gr. laga um listamannalaun stendur að launin séu til að efla listsköpun í landinu, ég er mjög sammála því að efla listsköpun í landinu en mér finnst að þeir sem eru búin að vera lengi í listinni ættu að vera farnir að hagnast á listinni. Ef lista maður sem búin er að vera í listinni lengi hver sem listin er og er ekki farin að hagnast af henni hljóti listamaðurinn að vera á vitlausri hillu í lífinu. Það er hægt að líkja það við að ef smiður er lélegur þá fær hann ekki tekjur sem smiður og er því ekki á réttri hillu, því er mín skoðun á því hver ætti að fá listamannalaun er sú að nýir listamenn ættu að fá listamannalaun og athugið það að ég sagði nýir ekki ungir þar sem nýr listamaður getur verið á öllum aldri, því annars verður þetta eins og þegar fólk festist á atvinnuleysisbótunum. Og já ég lít á listina sem atvinnugrein því listamenn selja listina til að græða á henni, og ef hann er góður listamaður ætti hann að geta látið listin færa sér nægar tekjur til að lifa góðu lífi annars ætti hann að hafa listin frekar sem áhugamál eða hlutastarf. Mér finnst að það ætti að vera takmörk á því hversu oft einhver fær listamannalaun til að listamannalaun nái til stærri hóp listamanna og svo ekki sé verið að misnota listamannalaunin, því það getur farið svo að listamenn fari að taka þessi laun sem sjálfsagðan hlut sem mér finnst ekki rétt.

 

Í 2 gr. laga um listamannalaun er tala um sex sjóði sem eru launasjóður hönnuða, launasjóður myndlistamanna, launasjóður rithöfunda, launasjóður sviðslistafólks, launasjóður tónlistarflytjenda og launasjóður tónskálda. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki viss hvort launasjóður sviðslistamanna eða annar flokkur innihaldi kvikmyndalist en ef ekki þá ættu þeir líka fá listamannalaun ef það er ekki talið með, því það er jú list líka.

 

Í viðtalinu sem fylgir þessu bloggi er talað um 1200 listamenn á launum sem er ekki rétt heldur voru það 1200 mánaðarlaun sem er samanlagt allir sjóðirnir, í dag er þetta reyndar komið í 1600 mánaðarlaun og er það samkvæmt 5 gr. laga um listamannalaun, ég er á þeirri skoðun að þar sem margt í þjóðfélaginu hefur þurft að taka á sig skerðingu ætti listamannalaun einnig að skerðast vegna ástands í þjóðfélaginu. Það fara miklir peningar í listamannalaun, samkvæmt 4gr. laga um listamannalaun eru mánaðarlaun  266.737 kr og margföldum það með fjölda mánaðarlauna sem eru 1600 þá fæst út 426.779.200 kr sem fara í listamannalaun.

 

Ég vil koma fram að mér finnst list nauðsynleg þó ég sé ekki eins dramatískur eins og Þráinn Bertelsson er á hljóðskránni sem fylgir þessu blogg, verð að segja að þegar hann fer að tala um hve list er nauðsynleg þá má líkja það við hetju atriði í braveheart eða 300 myndunum. Ég held einnig að ef hans kenning er rétt þá væri ekki ofbeldi í Bandaríkjunum, Frakklandi eða grikklandi en vitum að svo er ekki. Eins finnst mér í þessu viðtali þegar Þráinn Bertelsson haga sér eins og 5 ára barn sem hefur engin mótsvör og talar um að 5% þjóðarinnar séu fávitar vera útí hött og tilfinningin sem ég fékk var að hann gæti ekki réttlætt listamannalaun því hann vissi eitthvað slæmt um þau.

 

Ég verð að segja annað sem kom fram í þessu viðtali sem angraði mig og eru það heiðurslaun alþingis, mér finnst engu skipta hvort aðilinn er með aðrar tekjur þar sem þetta er verðlaun fyrir góð störf á vegum listarinnar. Ég ætla ekki að dæma um það hvort Þráinn Bertelsson sé góður listamaður ég hef td. ekki lesið neina af bókum hans en skilst hann sé góður hef reyndar eins og margir séð myndir sem hann hefur gert og fannst mér meiri hluti þeirra góðar. Heiðurslaun alþingis er með eitt atriði sem angra mig þó að ekki séu til lög um þau heldur er þetta ákvörðun þingsins hverju sinni eins og mér skilst. Það sem angrar mig er að þau eru með lágmarksfjölda 25 listamenn sem hljóta heiðursverðlaun og finnst mér það alveg útí hött, hvað ef það verður engin framúrskarandi listamaður sem hægt sé að veita heiðursverðlaun á þá að verðlauna 25 meðaljón eða verri listamenn? það má ekki vera lágmark þá er þetta ekki verðlaun fyrir framúrskarandi listamenn heldur fyrir bestu listamenn sem til eru hverju sinni hvort sem þeir eru góðir eða slæmir. Þetta eru verðlaun sem mér finnst að eigi aðeins að fara til áberandigóðra listamanna sem hafa gert landinu gott td. með mikilli landkynningu þó það sé bara einn, ef það er enginn þá engin verðlaun. 

 

 

En svona er nú bara mín skoðun :D

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Um bloggið

Nr 123 mín skoðun

Höfundur

Sigurður Sigurðsson
Sigurður Sigurðsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband