Skrítið þetta stjórnlagaþing...

List
 

Jæja þá heyrist í mér aftur eftir langa bið. Ég ætla að tala um þetta svokallaða stjórnlagaþing eða hvað það er nú kallað núna. 

 

Ég ætla að byrja á byrjun þar sem það var kosið til stjórnlagaþings af almenningi, sem margir vilja kalla vinakosninga vegna þess að þjóðin þurfti að velja úr fjölda fólks nokkra einstaklinga á örstuttum tíma, sem hefur væntanlega hjá flestum verið vinir eða einhver sem þeir hafa þekkt. Þetta er ekkert skrítið þar sem tíminn var lítill og of marga að velja milli og hafði því enga hugmynd um hvaða frambjóðendur væru að stefna að.

 

Þegar búið var að kjósa þá komst það upp að kosningarnar voru ólöglegar samkvæmt hæstarétti og einhverjir hundruðir milljóna farnir út um gluggann. Í framhaldi urðu allir brjálaðir vegna þess að hæstiréttur átti að hafa verið með einhverja smámunasemi. Með það hef ég að segja að ég vil að dómstólar dæmi eftir lögum og þó að það hafi ekki verið til nein ákveðin lög um hvernig svona kosning ætti að fara fram þá finnst mér eðlilegt að fara eftir þeim lögum sem til eru. Þeir sem skipulögðu kostningarnar gerðu  að mér finnst margt rangt eins og með að fólk ætti að kjósa í einrúmi, það var bara fyndið þeir skelltu upp einhverjum spjöldum á milli þétt raðaða borða, og eina sem þurfti var að halla sér aftur og þá sá maður yfir. Mér finnst að þeir sem skipulögðu þessar kosningar hafi ekki verið starfi sínu vaxnir því mér fannst margt af þessu vera aula mistök. Það er búið að kjósa í þessu landi tugi ára og það ætti að vera nokkuð klárt hvernig kosningar á íslandi eiga að fara fram.

 

Annað sem ég skil ekki er tilhvers þurfum við að setja á stofn stjórnlagaþing sem hefur það eina verkefni að koma með tillögur um stjórnarskránna og ég endurtek tillögu, vegna þess að staðreyndin er sú að þeir koma með tillögur og svo ræður þingið hvort þeir hlusti á þá eða ekki. Fyrir mér er þetta bara tómt bull og peningar sóun. Orðið Stjórnlagaþing er ekkert annað en fínna orð yfir nefndir sem ríkistjórnir núna og áður fyrr hafa verið að búa til lengi.

 

Ég heyrði Jóhönnu og reyndar fleiri í ríkistjórninni segja um þjóðaratkvæðisgreiðslu eitthvað í áttina við þetta "Við vorum kosin til að taka ákvarðanir", það væri gaman ef þetta fólk hefði svarað þessari spurningu í framhaldi "Til hvers þurfum við þá stjórnlagaþing ?".

 

En svona er nú bara mín skoðun :D 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Nr 123 mín skoðun

Höfundur

Sigurður Sigurðsson
Sigurður Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband