26.1.2010 | 01:57
jafnrétti?!?!?
Undanfarna mánuði hef ég séð auglýst styrki fyrir konur til atvinnureksturs, og ég fór að hugsa hvort það væri til samskonar styrkur fyrir karla. Ég fór í leitar vélarnar en fann ekkert um slíkt og komst að þeirri niðurstöðu að það hlýtur að vera engin styrkur eingöngu fyrir karla til atvinnureksturs.
Ég get ekki annað en furða mig á þessari svokölluðu jafnréttisbaráttu sem berst fyrir jafnrétti eða svo segja þau. Ég man alltaf eftir einu atriði þegar ég hugsa um jafnréttisstofnunina, en það var þegar leikritið Hellisbúin var fyrst sýnt á Íslandi, og þeir sem stóðu fyrir því leikriti ákváðu að láta konur borga meira inná leiksýninguna. Þá varð jafnréttisstofnun brjálað og þeir urðu að jafna miðaverðið þrátt fyrir að svona dæmi þekktist á Íslandi eins og til dæmis á skemmtistöðum borgarinnar þar sem konur fengu frítt inn en karlar þurftu að borga. Ég er búin að sjá auglýst um þennan kvennastyrk nokkuð oft en hef en ekkert heyrt að jafnréttisstofnun sé að tjá sig nokkuð um það, að til sé styrkur sem eingöngu sé ætlaður kvennmönnum og engin sambærilegur styrkur sé ætlaður körlum. Ég vil nefna það að ég er hlyntur jafnrétti og ekkert á móti að konur fari útí fyrirtækisrekstur, en farin að efast um að aðrir séu að hugsa um það sama þegar talað er um jafnrétti.
Ég gæti talað endarlaust um svipuð dæmi sem tengjast þessari jafnréttisbaráttunni svokölluðu en ætla að láta þetta duga í bili. Ég get ekki annað samt en hugsað að jafnrétti sé orðið að kvennrétti ég vona nú samt að þessi hugsunarháttu muni breytast í alvöru jafnrétti.
en svona er bara mín skoðun :)
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.1.2010 | 03:05
RÚV
Ég hef margar skoðanir að segja þegar ég hugsa um RÚV, og finnst reyndar fátt gott sem tengist RÚV.
Í fyrsta lagi er það nefskatturinn sem þeir fá frá hverjum og einum íslending yfir 18 ára, sem mér finnst að hefði frekar átt að vera skattur á hvert heimili í landinu og jafnvel fyrirtæki.
Annað sem ég hef tekið eftir uppá síðkasti hjá RÚV var að barnamyndir og fjölskyldumyndir eru farin að byrja mjög seint á kvöldin eina sem ég man eftir var seinasta helgi, þá byrjaði ein mynd um hálf tíu. Þessar myndir sem teljast sem fjölskyldu og barnamyndir er ekki með íslensku tali þó það sé til fyrir á flestar þessara mynda.
Annað sem ég skil ekki hversvegna þarf RÚV að vera með tvær útvarpsstöðvar það væri örugglega sparnaður að selja rás 2 og vera bara með rás 1.
Ég hef ekki skilið það heldur hvað það er sem kostar svona mikið á sjónvarpstöðinni RÚV, ef það væri raunverulega svo dýrt að reka sjóvarpsstöð eins og það virðist vera á RÚV, þá gæti engin rekið sjónvarpsstöð, en samt virðist það nú samt vera hægt að reka sjónvarpstöðvar á íslandi og því hlýtur RÚV að vera bruðla ansi mikið með skattpeninginn. Ekki má heldur gleyma að þeir eru bæði að fá peninga út frá nefskattinum og auglýsingatekjum en dugar samt ekki.
Mér finnst að það þurfi að vera eitthvað eftirlit með rekstri ríkisfyrirtækja, því það verður jú að vera öruggt að skattpeningar okkar fari ekki í eitthvað rugl. Og ef ekki er hægt að halda rekstrarkostnaðinum niðri þá á bara að losa sig við sjónvarpið.
En svona er bara mín skoðun
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 03:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.1.2010 | 00:21
Neitunar vald forsetans
Ég heyrði eitt um daginn sem lét mig byrja að spá í þessu neitunarvaldi forsetans.
Það var að mínu mati mjög gott að forsetinn hafi valið að skrifa ekki undir Icesave, vegna þess að það voru svo margir sem mótmæltu með undirskrift.
En spurningin er ... er þetta rosalega lýðræðislegt. Ef maður spáir í því þá þurfum við að safna á undirskriftarlista ef við erum ósátt og það er afhent forsetanum og forsetinn tekur ákvörðun hvort það eigi að skrifa undir eða ekki, og hann þarf ekki að miða ákvörðun sína útfrá neinu öðru en hans eigin skoðun. Ég veit ekki um ykkur en mér finnst það nú lítið lýðræði.
Það væri miklu lýðræðislegra að taka neitunarvaldið frá forsetanum og láta það til þjóðarinnar, með því að ef X prósenta af þjóðinni mótmælir þá þarf að fara í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Forsetinn getur svo sem ennþá tekið á móti undirskriftalistanum en fær ekki að ákveða neitt heldur verður þjóðaratkvæðisgreiðsla ef fjöldi undirskrifta nær ákveðnum hluta þjóðarinnar.
En svona er bara mín skoðun.
8.1.2010 | 15:12
ég ég ég (ríkisstjórn)
Ég held að ríkisstjórnin ætti að hætta með þessa hótanir að ef samningurinn fellur þá hættir ríkisstjórnin. Með þessum orðum finnst mér ríkisstjórnin vera snúa kosningunum um sig og ætti kosningar spurningin að hljóma : Vilt þú að ríkisstjórnin haldi áfram ? Nú ef það er það sem viljinn er þá gæti við bara seinna kosið um það.
Annað sem ég er búin að sjá þetta blessaða þing okkar rífast mest um er hver er búin að gera mest af sér og hver er bestur (með þessum orðum á ég við alla flokka). Ég held að þingið þurfi að hætta að rífast um fortíðina og ná sáttum í núinu. Við leysum ekki þessi vandræði með svona pissukeppni.
en svona er bara mín skoðun
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Nr 123 mín skoðun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar