Færsluflokkur: Bloggar

Flugvöllurinn í Reykjavík..

Ég tók eftir því að fólk er rosalega mikið að ræða um hvort flugvöllinn í Reykjavík eigi að vera eða fara, þar að segja fyrir utan icesave umræðuna, ég hef ákveðnaskoðanir um þessi flugvallarmál.

Að mínu mati er aðeins um tvennt að velja:

1. Að flugvöllurinn verði áfram í vatnsmýrinni og tel ég það vera ódýran kost og þá verður innanlands flugið enn í Reykjavík sem er kostur að mér finnst. En að hafa hann enn í vatnsmýrinni hefur vissulega ókosti sem er hversu nálægt húsin eru í kring og getur haft skelfilegar afleiðingar ef einhver mistök eiga sér stað. Eitthvað af því fólki sem býr í kringum flugvöllinn hafa verið að kvarta eitthvað og vilja hann burt, mér finnst það rosalega skrítið að það fólk sem flutti í kringum flugvöllinn hafi ekki áttað sig á því að það hafi verið flugvöllur nálægt húsinu.

2. Að innanlandsflugið verði flutt á keflavíkur flugvöll því þar er nánast allt sem þarf nema þá hús undir innanlandsflugið, það er einnig ódýr kostur en hefur einnig ókosti og það er að hann er ekki nálægt Reykjavík og þangað er líklegast flest fólk að fara þegar það fer með fluginu. En þar er engin hætta af nærliggjandi húsum. En ef þessi kostur yrði hins vegar valinn þá yrði að stór bæta samgöngur og gatnakerfi til Reykjavík.

Ég held að hugmyndin um að byggja nýjan flugvöll er eitthvað sem myndi aldrei standa undir sér eða/og myndi líklegast hækka miðaverðið töluvert. 

En svona er nú bara mín skoðun :D


Kisur!!!

Ég sá einhver tíman frétt um að kattholt væri í vandræðum vegna þess að það væri alltaf yfirfullt þar af kisum og þar var meðal annars talað um að mikið væri um að fólk fengi sér kött og væru ekki að sjá um kisurnar. Ég vil meina að besta leiðin til að minnka það væri að setja á kattargjöld sem ég held að sé ekki en veit að það er til hundagjöld.

Eins er það mín skoðun að kisur ættu ekki að ganga lausar eins og þær gera í dag, ég held að þetta ætti að vera eins og mér skilst að það sé í Svíþjóð þar ganga kisur ekki lausar í stórborgunum heldur er þetta bara innikettir og einnig er farið með þá út að ganga bara eins og með hundana. Lausaganga katta er að mínu mati ekki gott mál þeir míga og skíta í sandkassa, fressin míga útum allt með tilheyrandi lykt og vaða inná heimili ókunnugs fólks, hugsiði ykkur ef að kisi færi inná heimili þar sem bráðaofnæmi fyrir utan sóðaskapinn, moldina sem þeir bera inn.

Ég væri til að sjá lausagöngu katta bannaða í þéttbýli og að sett væri á kattargjöld ég held líka að þessi litlu grey lendi þá á betri heimilum ef fólk þarf að greiða fyrir þau.

Enn svona er bara mín skoðun :D


Um bloggið

Nr 123 mín skoðun

Höfundur

Sigurður Sigurðsson
Sigurður Sigurðsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband