Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

jafnrétti?!?!?

Undanfarna mánuði hef ég séð auglýst styrki fyrir konur til atvinnureksturs, og ég fór að hugsa hvort það væri til samskonar styrkur fyrir karla. Ég fór í leitar vélarnar en fann ekkert um slíkt og komst að þeirri niðurstöðu að það hlýtur að vera engin styrkur eingöngu fyrir karla til atvinnureksturs.

Ég get ekki annað en furða mig á þessari svokölluðu jafnréttisbaráttu sem berst fyrir jafnrétti eða svo segja þau. Ég man alltaf eftir einu atriði þegar ég hugsa um jafnréttisstofnunina, en það var þegar leikritið Hellisbúin var fyrst sýnt á Íslandi, og þeir sem stóðu fyrir því leikriti ákváðu að láta konur borga meira inná leiksýninguna. Þá varð jafnréttisstofnun brjálað og þeir urðu að jafna miðaverðið þrátt fyrir að svona dæmi þekktist á Íslandi eins og til dæmis á skemmtistöðum borgarinnar þar sem konur fengu frítt inn en karlar þurftu að borga. Ég er búin að sjá auglýst um þennan kvennastyrk nokkuð oft en hef en ekkert heyrt að jafnréttisstofnun sé að tjá sig nokkuð um það, að til sé styrkur sem eingöngu sé ætlaður kvennmönnum og engin sambærilegur styrkur sé ætlaður körlum. Ég vil nefna það að ég er hlyntur jafnrétti og ekkert á móti að konur fari útí fyrirtækisrekstur, en farin að efast um að aðrir séu að hugsa um það sama þegar talað er um jafnrétti.

Ég gæti talað endarlaust um svipuð dæmi sem tengjast þessari jafnréttisbaráttunni svokölluðu en ætla að láta þetta duga í bili. Ég get ekki annað samt en hugsað að jafnrétti sé orðið að kvennrétti ég vona nú samt að þessi hugsunarháttu muni breytast í alvöru jafnrétti.

 en svona er bara mín skoðun :)


Um bloggið

Nr 123 mín skoðun

Höfundur

Sigurður Sigurðsson
Sigurður Sigurðsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband