Færsluflokkur: Dægurmál
9.5.2010 | 18:47
Listamannalaun
Af tilviljun rakst ég á gamla hljóðskrá inná tölvunni minni sem ég ætlaði alltaf að blogga um og er það brot úr ísland í bítið þegar Þráinn Bertelsson segir að 5% þjóðarinnar séu fávitar vegna þess þeir vilja hætta með listamannalaun. Ég ákvað því að skoða allt um listamannalaun, betra seint en aldrei. Ég fann mér heimildir á veraldarvefnum "www.listamannalaun.is" og á vef alþingis "www.althingi.is"
Samkvæmt 1 gr. laga um listamannalaun stendur að launin séu til að efla listsköpun í landinu, ég er mjög sammála því að efla listsköpun í landinu en mér finnst að þeir sem eru búin að vera lengi í listinni ættu að vera farnir að hagnast á listinni. Ef lista maður sem búin er að vera í listinni lengi hver sem listin er og er ekki farin að hagnast af henni hljóti listamaðurinn að vera á vitlausri hillu í lífinu. Það er hægt að líkja það við að ef smiður er lélegur þá fær hann ekki tekjur sem smiður og er því ekki á réttri hillu, því er mín skoðun á því hver ætti að fá listamannalaun er sú að nýir listamenn ættu að fá listamannalaun og athugið það að ég sagði nýir ekki ungir þar sem nýr listamaður getur verið á öllum aldri, því annars verður þetta eins og þegar fólk festist á atvinnuleysisbótunum. Og já ég lít á listina sem atvinnugrein því listamenn selja listina til að græða á henni, og ef hann er góður listamaður ætti hann að geta látið listin færa sér nægar tekjur til að lifa góðu lífi annars ætti hann að hafa listin frekar sem áhugamál eða hlutastarf. Mér finnst að það ætti að vera takmörk á því hversu oft einhver fær listamannalaun til að listamannalaun nái til stærri hóp listamanna og svo ekki sé verið að misnota listamannalaunin, því það getur farið svo að listamenn fari að taka þessi laun sem sjálfsagðan hlut sem mér finnst ekki rétt.
Í 2 gr. laga um listamannalaun er tala um sex sjóði sem eru launasjóður hönnuða, launasjóður myndlistamanna, launasjóður rithöfunda, launasjóður sviðslistafólks, launasjóður tónlistarflytjenda og launasjóður tónskálda. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki viss hvort launasjóður sviðslistamanna eða annar flokkur innihaldi kvikmyndalist en ef ekki þá ættu þeir líka fá listamannalaun ef það er ekki talið með, því það er jú list líka.
Í viðtalinu sem fylgir þessu bloggi er talað um 1200 listamenn á launum sem er ekki rétt heldur voru það 1200 mánaðarlaun sem er samanlagt allir sjóðirnir, í dag er þetta reyndar komið í 1600 mánaðarlaun og er það samkvæmt 5 gr. laga um listamannalaun, ég er á þeirri skoðun að þar sem margt í þjóðfélaginu hefur þurft að taka á sig skerðingu ætti listamannalaun einnig að skerðast vegna ástands í þjóðfélaginu. Það fara miklir peningar í listamannalaun, samkvæmt 4gr. laga um listamannalaun eru mánaðarlaun 266.737 kr og margföldum það með fjölda mánaðarlauna sem eru 1600 þá fæst út 426.779.200 kr sem fara í listamannalaun.
Ég vil koma fram að mér finnst list nauðsynleg þó ég sé ekki eins dramatískur eins og Þráinn Bertelsson er á hljóðskránni sem fylgir þessu blogg, verð að segja að þegar hann fer að tala um hve list er nauðsynleg þá má líkja það við hetju atriði í braveheart eða 300 myndunum. Ég held einnig að ef hans kenning er rétt þá væri ekki ofbeldi í Bandaríkjunum, Frakklandi eða grikklandi en vitum að svo er ekki. Eins finnst mér í þessu viðtali þegar Þráinn Bertelsson haga sér eins og 5 ára barn sem hefur engin mótsvör og talar um að 5% þjóðarinnar séu fávitar vera útí hött og tilfinningin sem ég fékk var að hann gæti ekki réttlætt listamannalaun því hann vissi eitthvað slæmt um þau.
Ég verð að segja annað sem kom fram í þessu viðtali sem angraði mig og eru það heiðurslaun alþingis, mér finnst engu skipta hvort aðilinn er með aðrar tekjur þar sem þetta er verðlaun fyrir góð störf á vegum listarinnar. Ég ætla ekki að dæma um það hvort Þráinn Bertelsson sé góður listamaður ég hef td. ekki lesið neina af bókum hans en skilst hann sé góður hef reyndar eins og margir séð myndir sem hann hefur gert og fannst mér meiri hluti þeirra góðar. Heiðurslaun alþingis er með eitt atriði sem angra mig þó að ekki séu til lög um þau heldur er þetta ákvörðun þingsins hverju sinni eins og mér skilst. Það sem angrar mig er að þau eru með lágmarksfjölda 25 listamenn sem hljóta heiðursverðlaun og finnst mér það alveg útí hött, hvað ef það verður engin framúrskarandi listamaður sem hægt sé að veita heiðursverðlaun á þá að verðlauna 25 meðaljón eða verri listamenn? það má ekki vera lágmark þá er þetta ekki verðlaun fyrir framúrskarandi listamenn heldur fyrir bestu listamenn sem til eru hverju sinni hvort sem þeir eru góðir eða slæmir. Þetta eru verðlaun sem mér finnst að eigi aðeins að fara til áberandigóðra listamanna sem hafa gert landinu gott td. með mikilli landkynningu þó það sé bara einn, ef það er enginn þá engin verðlaun.
En svona er nú bara mín skoðun :D
Dægurmál | Breytt 8.10.2010 kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2010 | 14:11
Einstæðir foreldrar vs Helgar foreldrum
Í gegnum árinn hef ég séð margar fréttir þar sem talað er um hvað einstæða móðurinn hefði það slæmt og þær væru nánast gjaldþrota, eins hef ég reyndar séð eina frétt þar sem talað var við helgar pabba. Það var fyrir nokkru að ég fór að spá í þessu að alvöru þegar ég mætti í eina veislu þar sem útí horni voru einstæðar mæður og helgar pabbar að rífast um það hverjir hefðu það betur í lífinu, ekki held ég að þau hafi komist að niðurstöðu en ég ákvað að reyna komast að því hverjir hafi það betra í raun og notast bara við upplýsingar sem væru öruggarheimilidir. Þær heimildir sem ég notaði eru frá ýmsum stöðum og þær eru :
- RSK (heimasíða og símaupplýsingar)
- Félagsmálaráðuneytinu (heimasíða og símaupplýsingar)
- Innheimtustofnun sveitafélagana (símaupplýsingar)
- Tryggingarstofnun (Heimasíða og símaupplýsingar)
Meðlag samkvæmt heimasíðu Tryggingastofnunar þann 03/02/2010, greiðir meðlagsgreiðandi að lágmarki 21.657 kr á mánuði fyrir 1 barn og getur það verið hærra ef tekjur meðlagsgreiðanda eru háar, meðlags þyggjandi fær svo greitt 21.657 kr og greiðir ekkert afþví til skatts þar sem meðlagsgreiðslur eru ekki skattskyldar né tekjutengdar. Þar sem meðlagsgreiðslan er helmingur af framfærslu barns má segja að meðlagsþyggjandi leggur til sömuupphæð þar að segja 21.657 kr og verður þá framfærslu upphæðin samtals 43.314 kr á hvert barn hvern mánuð.
Barnabætur fyrir Meðlags þyggjanda eru svokalllaðar fullar barnabætur sem eru mismunandi eftir fjölda og aldur barna og tekjum einstæðsforeldris samkvæmt heimasíðu RSK þann 03/02/2010 er greitt:
- 253.716 kr fyrir fyrsta barn
- 260.262 kr fyrir börn umfram fyrsta barn
- Börn undir 7ára aldri er greitt aukalega 61.191 kr og er sú upphæð ekki tekjutengd.
Hjá einstæðu foreldri sem hefur tekjur hærri en 1.800.000 kr skerðast barnabætur um:
- 2% ef það er eitt barn
- 5% ef börn eru tvö
- 7% ef börn eru þrjú eða fleirri
Við þetta er að bæta að af barnabótum er ekki greiddur skattur og að barnabætur eru greiddar út 6mánaða fresti. Þessar upplýsingar eiga bara við einstætt foreldri ekki sambúðarfólk og getið þið séð allar upplýsingarnar á síðu RSK.
Húsaleigubætur hafa það markmið að aðstoða tekjulága leigjendur. Samkvæmt bæklingi frá Félagsmálaráðuneyti þann 16/02/2010 fékk ég þær upplýsingar sem hér er að neðan.
- Grunnfjárhæð 13.500 kr
- Viðbætur vegna fyrsta barns 14.000 kr
- Viðbætur vegna annars barns 8.500 kr
- Viðbætur vegna þriðja barns og fleirri 5.500 kr
Við þetta má bæta að húsaleigbætur eru tekjutengdar og reiknast þá 1% af árstekjum umfram 2 milljónir, börn þurfa að hafa lögheimili á viðkomandi stað til að fá viðbóta húsaleigubætur. Og að lokum húsaleigubætur eru skattfrjálsar.
Útreikningar er eitt að því sem nauðsynlegt er að hafa til að sjá skýrar munin á einstæðum foreldri og helgar foreldri. Það var ekki létt að setja upp samgjarnt dæmi en held að þetta sé eins samgjarnt og hægt er, ég bjó til tvö dæmi og er annað um einstæða og helgar foreldra með eitt barn en hitt með þrjú börn ekkert undir 7ára. Barnabætur eru greiddar út á 6 mánaða fresti, ég deili því á hvern mánuð því þannig lít ég á að þær séu hugsaðar.
DÆMI 1
Hérna eru tölur hjá einstæðuforeldri og helgarforeldri sem ég ætla að notast við.
Árstekjur | 3.500.000 kr. |
Fjöldi barna undir 7ára aldri | 0 stk |
Fjöldi barna alls | 1 stk |
Eignir að frádregnum skuldum | 0 kr. |
Leiguupphæð | 100.000 kr. |
Barnabætur | Einstæður Foreldri | Helgar |
Skerðing miðavið laun (ár) | 34.000 kr. | 0 kr. |
Barnabætur óskertar (ár) | 253.716 kr. | 0 kr. |
Barnabætur með skerðingu (ár) | 219.716 kr. | 0 kr. |
Viðbótastyrkur börn undir 7ára | 0 kr. | 0 kr. |
Barnabætur 6mán fresti | 109.858 kr. | 0 kr. |
Barnabætur á hvern mánuð | 18.310 kr. | 0 kr. |
Meðlag | Einstæður | Helgar Foreldri |
Meðlags útborgun á mánuði | 21.657 kr. | 0 kr. |
Meðlög til greiðslu á mánuði | 0 kr. | 21.657 kr. |
Meðlag á mánuði | 21.657 kr. | -21.657 kr. |
Laun | Einstæður Foreldri | Helgar Foreldri |
Laun á mánuði | 291.666 kr. | 291.666 kr. |
Laun með tekjuskatt (40,12%), lífeyrisj. ofl. (6%) | 164.171 kr. | 164.171 kr. |
Einstæður Foreldri | Helgar Foreldri | |
Barnabætur, Meðlög og mánaðarlaun | 204.138 kr. | 142.514 kr. |
Húsaleigubætur | Einstæður foreldri | Helgar foreldri |
Húsaleigubætur | 17.000 kr. | 3.000 kr. |
Leiguupphæð með húsaleigubótum | 83.000 kr. | 97.000 kr. |
Einstæður Foreldri | Helgar foreldri | |
Samtals tekjur eftir leigukostnað | 121.138 kr. | 45.514 kr. |
DÆMI 2
Hérna eru tölur hjá einstæðuforeldri og helgarforeldri sem ég ætla að notast við.
Árstekjur | 3.500.000 kr. |
Fjöldi barna undir 7ára aldri | 0 stk |
Fjöldi barna alls | 3 stk |
Eignir að frádregnum skuldum | 0 kr. |
Leiguupphæð | 100.000 kr. |
Barnabætur | Einstæður Foreldri | Helgar |
Skerðing miðavið laun (ár) | 119.000 kr. | 0 kr. |
Barnabætur óskertar (ár) | 774.240 kr. | 0 kr. |
Barnabætur með skerðingu (ár) | 655.240 kr. | 0 kr. |
Viðbótastyrkur börn undir 7ára | 0 kr. | 0 kr. |
Barnabætur 6mán fresti | 327.620 kr. | 0 kr. |
Barnabætur á hvern mánuð | 54.603 kr. | 0 kr. |
Meðlag | Einstæður | Helgar Foreldri |
Meðlags útborgun á mánuði | 64.971 kr. | 0 kr. |
Meðlög til greiðslu á mánuði | 0 kr. | 64.971 kr. |
Meðlag á mánuði | 64.971 kr. | -64.971 kr. |
Laun | Einstæður Foreldri | Helgar Foreldri |
Laun á mánuði | 291.666 kr. | 291.666 kr. |
Laun með tekjuskatt (40,12%), lífeyrisj. ofl. (6%) | 164.171 kr. | 164.171 kr. |
Einstæður Foreldri | Helgar Foreldri | |
Barnabætur, Meðlög og mánaðarlaun | 283.745 kr. | 99.200 kr. |
Húsaleigubætur | Einstæður foreldri | Helgar foreldri |
Húsaleigubætur | 31.000 kr. | 3.000 kr. |
Leiguupphæð með húsaleigubótum | 69.000 kr. | 97.000 kr. |
Einstæður Foreldri | Helgar foreldri | |
Samtals tekjur eftir leigukostnað | 214.745 kr. | 2.200 kr. |
Niðurstaðan er sú samkvæmt því að meðlagsgreiðsla frá helgarforeldri plús sambærilegri upphæð og meðlagsgreiðslan er frá einstæðaforeldrinu (því meðlag er hugsað sem 50% af uppi haldi á barni því hlýtur hin 50% að koma frá einstæða foreldrinu) plús barnabætur "mánaðarlega" gera í öllum dæmum sem ég hef sett upp og er það fleirri en sjást hér en það gera í kringum 61þús kr. á barn.
Ég vil bæta því við að dæmi hérna fyrir ofan sýna aðeins það sem ríkið hefur fram að færa, því sveitafélögin eru með full af fríðindum eins og námsstyrkir, viðbótar húsaleigubætur ofl sem ætlað er fyrir einstætt foreldri hef ekkert ennþá séð fríðindi fyrir helgar foreldra.
Nr 1 2 3 mín skoðun er sú að greinilega sést að helgar foreldrið hefur talsvert minni pening milli handanna til að sjá fyrir sér út mánuðinn og fyrir barni eða börnum aðra hverja helgi, og sumstaðar er einnig mánuður eða meira yfir sumarið og reiknast þá meðlagsgreiðslur ekki frá. Þetta fer svo hríð versnandi eftir fjölda barna, og vil ég bæta því við að þær sögursagnir sem mikið er vitnað í að meðlagsgreiðandi greiði mest fyrir 3 börn er ekki staðreynd og hef ég þær heimildir frá Innheimtustofnun sveitafélagana símleiðis. Þau fríðindi sem meðlagsgreiðandi hefur er að hann getur samið um frestun á greiðslum sem safna upp dráttarvöxtum sem gerir það að hann þarf að borga meira. Ég verð nú að segja að helgarforeldrið hefur greinilega verið sópað undir teppið, líklegast vegna þess að lítið heyrist frá þeim en einstæða foreldrið sem hefur börnin hjá sér hafa ýmis sterk samtök til styðja sína baráttu. Ég veit reyndar að þarna úti er samtök sem eiga að berjast fyrir helgarforeldrum en er greinilega ekki að standa sig eða eru ekki nógu sterk eins og td. femínista sem berjast fyrir einstæðum mæðrum.
Að lokum langar mér að hvetja stjórnmálamenn, fréttamenn, fólkið í landinu og alla sem geta hendinni lyft til að koma þessari umræðu undan teppinu og taka á henni, því þetta er fólk sem mér finnst að verið sé að stíga á með skítugum skónum. Ég vil einnig benda á að mér finnst ekki að það eigi að draga úr aðstoð við einstætt foreldri til að aðstoða helgarforeldri. Ég veit svosem ekki lausnina á þessu máli en mér finnst rosalega slæmt ástand þegar helgarforeldri þurfa jafnvel að neita að taka börnin sín vegna fjárhagsvandræða.
En svona er nú bara mín skoðun :D
Dægurmál | Breytt 17.3.2011 kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.2.2010 | 11:17
Skuldir heimila og fyrirtækja!! nr123 mín skoðun !!!
Ég var að tala við einn gamlan kunningja um daginn sem er allt gott og blessað með það, nema samræðurnar okkar enduðu í því að hann fór að tala um skuldir sínar og þar sem ég er ekki einn af þeim sem er með þessar ofurskuldir, þá fékk ég ákveðin fræðslu pakka frá honum um hvernig bankarnir haga sér. Mér langaði að tala um eitt af mjög mörgum hlutum sem hann sagði mér frá og segja mína skoðun á því auðvitað í framhaldi.
Þetta var eitt sem að fékk mig til að hugsa hversu mikið rugla þetta er orðið, hvað bankarnir eru farnir að henda sínum mistökum yfir á fólk. Kunningi minn sem við skulum kalla Jón sagði mér að skulda staðan hans væri komin yfir 100 milljónir og hann er með veð í húsinu sínu uppá einhverja upphæð sem ég veit ekki hver er en veit þó að það er bara einhver brot af virði hússins, skulum segja að það sé 50%. Um daginn hringir bankinn í hann Jón og segir að þar sem skuldir hans séu orðnar hærri en veðið í húsinu, þá verði hann að koma við uppí banka og setja hinn 50% í veð uppí lánið, hann sagði þeim auðvitað bara að það myndi hann ekki gera (þar sem ég verð að gæta orða minna hérna varð ég að ritskoða hvað hann virkilega sagði).
Þetta var eitthvað sem var eitt af því sem að sjokkeraði mig pínu lítið og fór ég að hugsa hvort fleiri fái svona símtöl og ef það er einhver sem er að lesa þetta hér mæli ég með að þið segið NEI!!!. Ég veit ekki hversu margir áhrifa menn er að lesa bloggið mitt og hvort það hafi einhverja áhrif á þá en ég hef ákveðnar skoðanir um þetta mál sem ég ætla auðvitað að segja frá en vona samt að þetta hafi einhver áhrif.
Mér finnst í fyrsta lagi að þegar bankar lána fé til fólks sé það eingöngu út af því að bankinn er að fjárfesta peningunum sínum og gera meira úr þeim, en ekki til að gera góðverk til að vera öruggir inní himnaríki, og það er bara þannig að þegar þú eyðir í fjárfestingu þá geturðu aldrei verið viss um að það skili gróða, og má jafnvel eiga von á að fjárfestingin skili tapi. Í þessu tilfelli þar sem skuldir eru farnar yfir veð sem var sett fyrir lánið og skuldarinn á leið í gjaldþrot, þá finnst mér það vera tap á fjárfestingu og bankarnir verða bara sætta sig við það en ekki ráðast á saklaust fólk og nýta sér stöðu sína með að kúga fólk.
Ég hef verið að heyra það alltaf meira og meira að fólk sé í þessari stöðu vegna þess að það kom sér í það sjálfir, og ég er vissulega sammála því að Jón sem við töluðum um áðan er skuldugur afþví að hann tók lán en lánin hans eru komin langt umfram greiðslugetu hans og langt útfyrir veðið sem hann er með á láninu, og finnst mér það sé frekar hægt að segja að Jón og bankinn komu sér í þessa stöðu. Ég lít svo á að bankinn tók áhættu með að lána Jóni og því beri þeir líka ábyrgð í málinu. Ég get ekki annað en hugsað um þetta mál eins og með icesave þar eru Bretar í stöðu bankanna, þeir neita að viðkenna að þeir séu líka ábyrgir.
Þá er það hvað mér finnst að eigi að gerast í svona málum þar sem lán er komið langt yfir veðið og greiðslugetu. Það sem best er í stöðunni er að fella niður lánin þannig að þau enda í sömu upphæð og veðið er virði. Ég held að það sé besta í stöðunni fyrir báða aðila, þar sem höfuðstóllinn hefur lækkað þá hefur afborgunnin lækkað og skuldarinn getur farið að borga aftur og þá fara peningar að streyma inn hjá bönkunum því jú það er nauðsynlegt líka, því jú í núverandi stöðu endar þetta með því að fólk hættir að borga þegar það sér ekki fyrir endann á láninu og jafnvel hefur það bara ekki efni á því að borga af láninu. Þegar fólk hættir að borga fær bankinn engan pening og hann fer á hausinn, ekki má gleyma því að nýju bankarnir fengu öll þessi lán á að mig minnir 20% afföllum, en þetta verður samt til þess að það verður tap á rekstri bankanna en samt held ég að þetta sé samgjörn niðurstaða. Þessi lánafjárfesting bankana var einfaldlega léleg fjárfesting og þeir eru búnir að tapa á henni.
Ég vil að lokum hvetja fólk til að skrifa athugasemdir ef það hefur eitthvað til málana að leggja hvort sem það er á móti eða með því sem ég segi.
Enn svona er bara mín skoðun :D
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2010 | 10:07
Kisur!!!
Ég sá einhver tíman frétt um að kattholt væri í vandræðum vegna þess að það væri alltaf yfirfullt þar af kisum og þar var meðal annars talað um að mikið væri um að fólk fengi sér kött og væru ekki að sjá um kisurnar. Ég vil meina að besta leiðin til að minnka það væri að setja á kattargjöld sem ég held að sé ekki en veit að það er til hundagjöld.
Eins er það mín skoðun að kisur ættu ekki að ganga lausar eins og þær gera í dag, ég held að þetta ætti að vera eins og mér skilst að það sé í Svíþjóð þar ganga kisur ekki lausar í stórborgunum heldur er þetta bara innikettir og einnig er farið með þá út að ganga bara eins og með hundana. Lausaganga katta er að mínu mati ekki gott mál þeir míga og skíta í sandkassa, fressin míga útum allt með tilheyrandi lykt og vaða inná heimili ókunnugs fólks, hugsiði ykkur ef að kisi færi inná heimili þar sem bráðaofnæmi fyrir utan sóðaskapinn, moldina sem þeir bera inn.
Ég væri til að sjá lausagöngu katta bannaða í þéttbýli og að sett væri á kattargjöld ég held líka að þessi litlu grey lendi þá á betri heimilum ef fólk þarf að greiða fyrir þau.
Enn svona er bara mín skoðun :D
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Nr 123 mín skoðun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar