20.1.2010 | 03:05
RÚV
Ég hef margar skoðanir að segja þegar ég hugsa um RÚV, og finnst reyndar fátt gott sem tengist RÚV.
Í fyrsta lagi er það nefskatturinn sem þeir fá frá hverjum og einum íslending yfir 18 ára, sem mér finnst að hefði frekar átt að vera skattur á hvert heimili í landinu og jafnvel fyrirtæki.
Annað sem ég hef tekið eftir uppá síðkasti hjá RÚV var að barnamyndir og fjölskyldumyndir eru farin að byrja mjög seint á kvöldin eina sem ég man eftir var seinasta helgi, þá byrjaði ein mynd um hálf tíu. Þessar myndir sem teljast sem fjölskyldu og barnamyndir er ekki með íslensku tali þó það sé til fyrir á flestar þessara mynda.
Annað sem ég skil ekki hversvegna þarf RÚV að vera með tvær útvarpsstöðvar það væri örugglega sparnaður að selja rás 2 og vera bara með rás 1.
Ég hef ekki skilið það heldur hvað það er sem kostar svona mikið á sjónvarpstöðinni RÚV, ef það væri raunverulega svo dýrt að reka sjóvarpsstöð eins og það virðist vera á RÚV, þá gæti engin rekið sjónvarpsstöð, en samt virðist það nú samt vera hægt að reka sjónvarpstöðvar á íslandi og því hlýtur RÚV að vera bruðla ansi mikið með skattpeninginn. Ekki má heldur gleyma að þeir eru bæði að fá peninga út frá nefskattinum og auglýsingatekjum en dugar samt ekki.
Mér finnst að það þurfi að vera eitthvað eftirlit með rekstri ríkisfyrirtækja, því það verður jú að vera öruggt að skattpeningar okkar fari ekki í eitthvað rugl. Og ef ekki er hægt að halda rekstrarkostnaðinum niðri þá á bara að losa sig við sjónvarpið.
En svona er bara mín skoðun
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkar: Útvarp, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 03:08 | Facebook
Um bloggið
Nr 123 mín skoðun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála, það er mikklu vitlegra að loka annari stöðinni heldur en að loka öllum fréttastöðvum á landsbyggðini.
Já skrítinn þessi nefskattur. Ef fréttastöðvum á landsbyggðinni er lokað þá ættu landsbyggðar menn bara að borga fyrir aðra nösinna.
Ef menn geta ekki komið skikki á rekstur þessa fyrirtæki þá á að selja það.
Hrólfur Þ Hraundal, 30.1.2010 kl. 23:30
Já sammála nema það má ekki selja neyðarstöðina sem er gamla gufan þó margir halda að það sé allur pakkinn.
Ég held að það mætti ýmislegt detta út eins og td.eurovision þurfum við virkilega að taka þátt í þessu?!? Ég hef heyrt að það sé rosalega dýrpakki og næði ekki að borga það bara með auglýsingum og símakosningum, en viðurkenni þetta er komið frá kaffistofuumræðu þannig ég veit ekki hvað er mikið til í því.
Og að lokum það hlýtur að vera hægt að minnka fríðindi stjórnarmanna og vara stjórnarmanna, jafnvel mætti fækka þeim get ekki ímyndað mér afhverju þarf svona marga hvað þá varasett afþeim þeir hljóta að geta mætt þar sem þeir fá nú borgað fyrir það, ég veit það eru einhverjir sem hugsa það sé bara klink miða við það sem Ruv glímir við og minni ég á "að margt smátt gerir eitt stórt".
En svona er nú bara mín skoðun :D
Sigurður Sigurðsson, 1.2.2010 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.