29.1.2010 | 10:59
Flugvöllurinn í Reykjavík..
Ég tók eftir því að fólk er rosalega mikið að ræða um hvort flugvöllinn í Reykjavík eigi að vera eða fara, þar að segja fyrir utan icesave umræðuna, ég hef ákveðnaskoðanir um þessi flugvallarmál.
Að mínu mati er aðeins um tvennt að velja:
1. Að flugvöllurinn verði áfram í vatnsmýrinni og tel ég það vera ódýran kost og þá verður innanlands flugið enn í Reykjavík sem er kostur að mér finnst. En að hafa hann enn í vatnsmýrinni hefur vissulega ókosti sem er hversu nálægt húsin eru í kring og getur haft skelfilegar afleiðingar ef einhver mistök eiga sér stað. Eitthvað af því fólki sem býr í kringum flugvöllinn hafa verið að kvarta eitthvað og vilja hann burt, mér finnst það rosalega skrítið að það fólk sem flutti í kringum flugvöllinn hafi ekki áttað sig á því að það hafi verið flugvöllur nálægt húsinu.
2. Að innanlandsflugið verði flutt á keflavíkur flugvöll því þar er nánast allt sem þarf nema þá hús undir innanlandsflugið, það er einnig ódýr kostur en hefur einnig ókosti og það er að hann er ekki nálægt Reykjavík og þangað er líklegast flest fólk að fara þegar það fer með fluginu. En þar er engin hætta af nærliggjandi húsum. En ef þessi kostur yrði hins vegar valinn þá yrði að stór bæta samgöngur og gatnakerfi til Reykjavík.
Ég held að hugmyndin um að byggja nýjan flugvöll er eitthvað sem myndi aldrei standa undir sér eða/og myndi líklegast hækka miðaverðið töluvert.
En svona er nú bara mín skoðun :D
Um bloggið
Nr 123 mín skoðun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.