Skuldir heimila og fyrirtækja!! nr123 mín skoðun !!!

Ég var að tala við einn gamlan kunningja um daginn sem er allt gott og blessað með það, nema samræðurnar okkar enduðu í því að hann fór að tala um skuldir sínar og þar sem ég er ekki einn af þeim sem er með þessar ofurskuldir, þá fékk ég ákveðin fræðslu pakka frá honum um hvernig bankarnir haga sér. Mér langaði að tala um eitt af mjög mörgum hlutum sem hann sagði mér frá og segja mína skoðun á því auðvitað í framhaldi. 

Þetta var eitt sem að fékk mig til að hugsa hversu mikið rugla þetta er orðið, hvað bankarnir eru farnir að henda sínum mistökum yfir á fólk. Kunningi minn sem við skulum kalla Jón sagði mér að skulda staðan hans væri komin yfir 100 milljónir og hann er með veð í húsinu sínu uppá einhverja upphæð sem ég veit ekki hver er en veit þó að það er bara einhver brot af virði hússins, skulum segja að það sé 50%. Um daginn hringir bankinn í hann Jón og segir að þar sem skuldir hans séu orðnar hærri en veðið í húsinu, þá verði hann að koma við uppí banka og setja hinn 50% í veð uppí lánið, hann sagði þeim auðvitað bara að það myndi hann ekki gera (þar sem ég verð að gæta orða minna hérna varð ég að ritskoða hvað hann virkilega sagði).

Þetta var eitthvað sem var eitt af því sem að sjokkeraði mig pínu lítið og fór ég að hugsa hvort fleiri fái svona símtöl og ef það er einhver sem er að lesa þetta hér mæli ég með að þið segið NEI!!!. Ég veit ekki hversu margir áhrifa menn er að lesa bloggið mitt og hvort það hafi einhverja áhrif á þá en ég hef ákveðnar skoðanir um þetta mál sem ég ætla auðvitað að segja frá en vona samt að þetta hafi einhver áhrif.

Mér finnst í fyrsta lagi að þegar bankar lána fé til fólks sé það eingöngu út af því að bankinn er að fjárfesta peningunum sínum og gera meira úr þeim, en ekki til að gera góðverk til að vera öruggir inní himnaríki, og það er bara þannig að þegar þú eyðir í fjárfestingu þá geturðu aldrei verið viss um að það skili gróða, og má jafnvel eiga von á að fjárfestingin skili tapi. Í þessu tilfelli þar sem skuldir eru farnar yfir veð sem var sett fyrir lánið og skuldarinn á leið í gjaldþrot, þá finnst mér það vera tap á fjárfestingu og bankarnir verða bara sætta sig við það en ekki ráðast á saklaust fólk og nýta sér stöðu sína með að kúga fólk.

Ég hef verið að heyra það alltaf meira og meira að fólk sé í þessari stöðu vegna þess að það kom sér í það sjálfir, og ég er vissulega sammála því að Jón sem við töluðum um áðan er skuldugur afþví að hann tók lán en lánin hans eru komin langt umfram greiðslugetu hans og langt útfyrir veðið sem hann er með á láninu, og finnst mér það sé frekar hægt að segja að Jón og bankinn komu sér í þessa stöðu. Ég lít svo á að bankinn tók áhættu með að lána Jóni og því beri þeir líka ábyrgð í málinu. Ég get ekki annað en hugsað um þetta mál eins og með icesave þar eru Bretar í stöðu bankanna, þeir neita að viðkenna að þeir séu líka ábyrgir. 

Þá er það hvað mér finnst að eigi að gerast í svona málum þar sem lán er komið langt yfir veðið og greiðslugetu. Það sem best er í stöðunni er að fella niður lánin þannig að þau enda í sömu upphæð og veðið er virði. Ég held að það sé besta í stöðunni fyrir báða aðila, þar sem höfuðstóllinn hefur lækkað þá hefur afborgunnin lækkað og skuldarinn getur farið að borga aftur og þá fara peningar að streyma inn hjá bönkunum því jú það er nauðsynlegt líka, því jú í núverandi stöðu endar þetta með því að fólk hættir að borga þegar það sér ekki fyrir endann á láninu og jafnvel hefur það bara ekki efni á því að borga af láninu. Þegar fólk hættir að borga fær bankinn engan pening og hann fer á hausinn, ekki má gleyma því að nýju bankarnir fengu öll þessi lán á að mig minnir 20% afföllum, en þetta verður samt til þess að það verður tap á rekstri bankanna en samt held ég að þetta sé samgjörn niðurstaða. Þessi lánafjárfesting bankana var einfaldlega léleg fjárfesting og þeir eru búnir að tapa á henni.

Ég vil að lokum hvetja fólk til að skrifa athugasemdir ef það hefur eitthvað til málana að leggja hvort sem það er á móti eða með því sem ég segi.

Enn svona er bara mín skoðun :D 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Nr 123 mín skoðun

Höfundur

Sigurður Sigurðsson
Sigurður Sigurðsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband