17.10.2010 | 03:44
Erfast skuldir ???
Ég hef heyrt mikið í kringum mig að fólk hafi áhyggjur á því skuldir erfist til barnanna og að fólk óttist að erfa skuldir foreldra. Þar sem að ég hafði ekki hugmynd um hvort að skuldir erfist ákvað ég því að fræðast sjálfur um það og að deila niðurstöðum mínum á blogginu mínu.
Ég skoðaði erfðalögin (8/1962) og kemur þar fram að heimilt sé að afsala sér arftökurétti sem þýðir einfaldlega að hægt er sé að ráða því hvort tekið sé við arfinu eða ekki.
Ég ákvað einnig að reyna að leita á netinu af meiri upplýsingum um það hvort skuldir erfast og notaði til þess google.com. Ég endaði inná vefsíðu Vísindavefsins þar sem ég rakst á spurninguna "Erfast skuldir frá foreldrum ? " og fyrir neðan spurninguna var svarið sem ég var að leita að og birti ég hér á eftir brot úr svarinu, einnig er hægt að ýta hér til sjá allt svarið "Nei, aðeins réttindi erfast við andlát, þannig að ekkert er að óttast ef foreldrar manns eru stórskuldugir. Skuldir eru ekki réttindi skuldara og ganga því ekki sem arfur til erfingja hins látna við andlát."
Niðurstaðan mín er því að skuldir erfast ekki og þarf fólk því ekki að óttast að fá skuldir frá foreldrum nema að aðili hafi verið ábyrgðamaður fyrir einhverri skuld hjá þeim.
En svona er bara mín skoðun staðreyndin :D
Um bloggið
Nr 123 mín skoðun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skuldirnar erfast samt á þann hátt, að erfingjar fá ekki neitt af eignunum fyrr en búið er að draga skuldirnar frá.
Vendetta, 17.10.2010 kl. 10:44
Jú, því miður þá erfast skuldir, samkvæmt erfðafjárlögunum. En það er EINN varnagli, sé erfinginn fjarskyldur , þá ber sýslumanni eða öðrum þeim sem með erfðafjármálin fara, að spyrja þann sem arfinn á að fá hvort hann VILJI vera erfingi viðkomandi... En aðalreglan er sú að það erfast bæði EIGNIR og SKULDIR.
Jóhann Elíasson, 17.10.2010 kl. 10:45
Jesús minn, það er ekki furða að efnahagsumræðan er á lágu plani í þessu landi! Auðvitað erfast skuldir ekki - þeir einir eru ábyrgir fyrir skuldum sem taka lánin. En auðvitað er bú gert upp við andlát, þannig að einungis eignir erfast. Ef ekki eru til eignir fyrir skuldum við andlát þá fá erfingjar auðvitað ekki neitt, ekki skuldir heldur.
Pétur (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 10:48
Aðalatriðið er að erfingjar þurfi ekki að skuldbinda sig fyrr en þeir hafa fengir réttar upplýsingar um eigna- og skuldastöðu dánarbúsins.
Vendetta, 17.10.2010 kl. 11:06
eigna- og skuldastaða dánabú er kannaður, skuldir eru gerðar upp og afgangurinn er það sem kallast arfur svona var það sem ég skildi þetta.
Sigurður Sigurðsson, 17.10.2010 kl. 11:49
Pétur, þér væri nær að kynna þér málin áður en þú ferð að bulla. Það er ekki sama RÉTTUR og RÉTTLÆTI.
Jóhann Elíasson, 17.10.2010 kl. 11:52
Jóhann minn. Talaðu aðeins skýrar. Hvað koma réttur og réttlæti "bullinu" í mér við? Ég benti nú bara á það augljósa að erfingjar erfa það sem eftir stendur þegar skuldir hafa verið greiddar. Ef þeir vilja taka yfir skuldbindingar dánarbús, þá er þeim það auðvitað leyfilegt. Ég held að þú ættir kannski að hugsa aðeins áður en þú slærð um þig með ásökunum um "bull". Mér þætti a.m.k. vænt um að sjá í hvaða greinar erfðalaga þú ert að vísa í hinni gáfulegu athugasem þinni kl. 10:45. Ég renndi augum yfir lögin og fann engan stað sem líkist því sem þú lýsir þar.
Pétur (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 12:06
Það sem ég á við er að lögin eru ekki alltaf réttlát. Hafir þú ekki rekist á þetta er það ekki mín sök og enn til að ýta undir þetta eru til hæstaréttadómar, sem styðja þessa túlkun. Enn einu sinni minni ég þig á að kynna þér hlutina áður en þú ferð að bulla.
Jóhann Elíasson, 17.10.2010 kl. 12:53
En í sambandi við athugasemd mína nr. 4 væri fróðlegt að vita hvort væntanlegir erfingjar fá alltaf að vita stöðu dánarbúsins áður en þeir þiggja "arfinn". Ætli einhver hafi verið blekktur, þannig að hann hafi erft skuldir vegna þess að hann varð að taka afstöðu og skrifa undir áður en hann fengi upplýsingar frá bússtjóra?
Vendetta, 17.10.2010 kl. 13:05
Ég hef heyrt dæmi um þetta sem þú nefnir Vendetta. Sjálfsagt er þetta til en upplýsingaskyldan er samt sem áður skýr.
Jóhann Elíasson, 17.10.2010 kl. 13:11
Jóhann. Leitt að nota annarra manna blogg fyrir skítkast út í loftið. En ég lúslas erfðalögin og þar hef ég ekkert séð sem leyfir mér að varpa skuldum mínum yfir á erfingja mína. Sé því ekki óréttlætið í þeim. En ef þau hafa verið túlkuð af Hæstarétti á allt annan hátt þá skuldar þú, sem hefur kynnt þér málin svo miklu betur en bullarinn ég, mér nánari útlistun og tilvísun í slíka dóma. Það væri nefnilega saga til næsta bæjar ef Hæstiréttur Íslendinga er farinn að leyfa okkur að taka lán út á börning okkar án þess að þau séu spurð leyfis.
Pétur (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 13:14
Þetta kallar maður nú þrjósku Pétur, ef þú með því að "lúslesa" erfðafjárlögin, hefur ekki getað fundið þetta, þá held ég að það hafi enga þýðingu að ég sé að reyna nokkuð að uppfræða þig því það er greinilegt að þú ert búinn að móta þér afstöðu og ég held að ég breyti ekki nokkru þar um. Rétt er það Hæstiréttur Á að dæma eftir lögunum en við höfum nýlegt dæmi um að það hafi EKKI verið gert í hinum fræga gengislánadómi eða getur þú sagt mér hvenær tilmæli Seðlabankans og FME urðu að lögum?????
Jóhann Elíasson, 17.10.2010 kl. 13:33
Þú getur kallað það þrjósku Jóhann, en ég er nú bara að reyna að fá þig til standa við stóru orðin áður en þú eyst fúkyrðum út á netið. Þú hefur nefnilega ekki frætt mig um neitt, en heldur áfram að ásaka aðra um bull. Ég held því fram að það sé ekkert í erfðalögum um það sem þú heldur fram að standi þar og bið þig um tilvísun í þær greinar laganna sem þú talar um. Ég bað þig lika kurteisislega um tilvísun hæstarréttardóma sem þú hefur væntanlega lesið, fyrst þú hefur kynnt þér þá svona vel, en engar tilvísanir hef ég fengið enn. Hvað gengislánadómur Hæstaréttar hefur með þetta mál að gera veit ég ekki, en þú mættir kannski skýra það út fyrir mér um leið.
Pétur (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 13:54
Þú getur haldið það sem þú villt fyrir mér og það skiptir mig engu máli hvað þú heldur. Með því að benda á gengisdóm Hæstaréttar var ég að nefna dæmi en þú virðist ekki skilja það frekar en svo margt annað, Pétur. Annars ætla ég að láta þig vita af því að ég nenni ekki að þrasa lengur við þig enda sé ég að maður fær mikið meira út úr því að reyna að tala við hundinn í næstu íbúð...........
Jóhann Elíasson, 17.10.2010 kl. 14:06
Þetta er enn eitt sorglega dæmið um það hvernig bloggin virka í þessu samfélagi. Einstaklingar nota þennan vettvang fyrir það sem þeir kalla umræðu, en er í reynd ekkert annað en illa ígrundaðir sleggjudómar. Sem betur fer er vex mikill merihluti fólks upp úr sandkassaleiknum, þar sem strákarnir reyna að kveða hvern annan í kútinn með gífuryrðum. Aðrir ná aldrei því þroskastigi, því miður, og sitja fastir á stigi berskunnar. Ég vil nú bara enda þetta fróðlega spjall á því að taka fram að mér er líka slétt sama um hvað Jóhanni Elíassyni finnst, en mér finnst aftur á móti að menn sem láta ljós skína á opinberum vettvangi bæði vandi málflutning sinn og viðurkenni a.m.k. þegar þeir fara með fleipur. En ég veit svo sem að Jóhann heldur áfram að ausa úr skálum visku sinnar yfir okkur öll og ásaka alla þá sem honum eru ekki sammála um bull. Það er víst réttur hvers manns í lýðræðisríki.
Pétur (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 14:18
Hér er skipulega búið af svipta fyrirfram stóran hluta væntanlegra erfinga einhverjum arfi.
Júlíus Björnsson, 2.11.2010 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning